25.07.2015 10:02

Day @ ASCARI RACERESORT

Jæja,,, áfram skal haldið.

Undirritaður fékk mjög veglega 50. ára afmælisgjöf frá einstöku öðlings fólki er hefur sýnt okkur Önnu Maríu mikla velvild í gegnum tíðina.
Það var tilgangur ferðarinnar til Spánar, en við áttum dag þann 11.07.2015,
Með okkur i för voru Ólafur Jósúa Baldursson  (( Óli Koenigsegg)) og kona hans Ramona Balaciu.
Við mæltum okkur mót á vegahóteli milli Ronda og Ascari... gistum þar i 6 nætur.. frábær staður, geggjuð sundlaug, og 248? er bara grín,, morgunnmaturinn var kannski ekki sá flottasti,, nóg af góðu kaffi, og einskonar flute með fersku tómat pure,,, sem var gasalega gott!,
En þá er það racing day!!!!!!!!!, við vorum mætt þarna á slaginu 10, og gengum eins og venjulega i gegnum pappíra,, smá instruction og svo var það bara út að keyra,, fyrst i Lotus Elise,, svo Radical SR3,,
Óhætt er að segja að SR3 bíllinn var vægast sagt ekki i besta forminu.. víbraði allur er hann kom upp í hraða og undir lokin var hrein og bein undirstýring,Það var eiginlega klúður að hafa ekki kvartað strax,, og fengið annann bíl, GÍFURLEGA heitt var þennann dag 38°c og er allt á versta veg þegar svoleiðis er... Óli var án vafa maður dagsin keyrði fanta vel,, en ekki það sama verður sagt um mig,, keyrði  hreinlega illa,, osfrv.
mjög fáir voru að keyra , sem var ágætt,,
Óli kom með frasa dagsins   ÖRMAGNA af gleði, enda var maður hálfdasaður i hitanum,,
við fórum yfir myndböndin, og var ég hálf svekktur þegar ég sá hversu illa ég hafði ekið,,
en þetta var frábær dagur , og allur voru mettir eins og einn sem ég þekki orðaði það einhvern tímann þarna !!!!!!

25.07.2015 09:34

Marokkó

Jæja,,, erum búinn að vera hálf sambandslaus , varðandi internet, en nú kemur smá gumsa,

MAROKKÓ,,,,,,,,,,,
Hafi einhver,, og þá sérstaklega,ÉG, talið Þýskaland vera heimsmeistari í paragraph, þá var ég illilega sleginn út af laginu um daginn !!!!!
Spánn og sérstaklega Marokkó er klárlega í sérflokki, ÝKJULAUST þá tel ég að við höfum sýnt pappíra og vegabréf ca 25-30 sinnum sama daginn þegar við fórum frá Algeciras til Tangier .
ÆVINTÝRALEGT eftirlit og þvílíkt drama og vesen, vorum á bílaleigubíl, og hefði Ramona,, kona Óla Koenigsegg ekki verið með,, en hún er ansi slarkfær i spænsku og semi i frönsku, þá værum við eflaust í fangelsi í Marokkó eða Spáni,,, sérstaklega vil ég hallmæla tollvörðunum þegar við komum til Marokkó,,,  en nóg um það ,, við fórum sannarlega út i villta veskið,, ef svo má orða,, ekkert nema mútur og betl sunnann við Gíbraltar ,, klukkan -2 tímar vs central EU og Ramadan í þokkabót,, við fengum ekkert að borða allann daginn, ALLS STAÐAR LOKAÐ !!  og að rölta um gamla miðbæinn var eins og að fara 200 ár aftur í tímann. Mikil fátækt.. virkilega skítugt, slatti betl, og allt eitthvað ekki eins
og við erum vön, strætin voru svo þröng að maður þurfti að beita LAGNI við að aka þarna.
Eftir mikið rölt ,, og við orðinn glorhungruð. fundum við 5 stjörnu hótel sem gat boðið mat eftir kl 13.00 að staðartíma,,  Maturinn var afbragðs góður ..og við sátt,, svo var haldið að stað til baka ,, og var ákveðið að taka Highway,, tollroad og þar kom heldur betur á óvart að þar er ALLT saman nýtt og í sérflokki, Við vorum varla lent í höfninni fyrr en mútur osfrv þurfti til að koma okkur áfram. Eiturlyfja eftirlit með meiru,, ((( sem er svosem stórfínt )) við fórum með bílinn i svona skanna þar sem trukkur ók með einhverjum skynjara og 2 bílar i röð,, voru gegnulýstir,,, ALLT Í STANDI !,, en ég sá í fréttunum 2 dögum seinna að 161 kg af cocaina,,, voru tekin i höfninni i Algeciras, enda er lögreglu eftirlitið RUGL mikið þarna, þetta gekk töluvert betra að komast um borð, frá Marokkó en að komast til landsins,, og var Lögreglan virkilega almennileg þegar þeir sáu að við vorum frá Íslandi,,
við grenjuðum úr hlátri þegar einn var að reyna að bera fram nafnið mitt...........
SCHWEIN HORN............
Það er á hreinu að Marokkó er ekki fyrsti valkostur í næstu utanlandsferð,, en gaman að geta hafa sagt ,, að ég hef komið þarna,







04.07.2015 17:30

Hiti @ Nürburgring ofl

Heil og sæl öllsömul,,, við erum að hreinlega  alveg á limminnu varðandi hitann hérna..Ég er alveg að fíla þetta í tætlur ,ekki alveg hægt að segja það sama umSveinbjörn,skriður inn í alla skugga sem hægt er að finna.meðalhiti þessa viku í forsælu 33 gráður í forsælu.
Vorum vöknuð eldsnemma í morgun VLN kappasktur á F1 brautinni,fórum að horfa á tímatökuna og síðan keppnina tók pínu á í öllum þessu hita og við vorum bara áhorfendur,gaman að fá að vera í pittinum og fá bensínlyktina ,háfaðan og lætinn beint í æð.
Síðan var síesta og erum núna að borða kl orðin 21.15 og enn 29 gráður .
'A morgun kl 06.30 verður brunað til Dusseldorf að hitta vin okkar og eyða deginum þar ,spáð smá rigningu sem er bara næs eftir allan þennan hita síðustu daga.
Knús og kram 
AM og Sv.H

30.06.2015 17:24

ALPINA 50 anniversary

Jæja,,,,,,,,,, hvað er að frétta.  Af okkur er allt SUPER að frétta.
Það er svoooooooo, gott og gaman að frétta að ég verð að deila ánægjunni, I eins stuttu máli og hægt er þá unnum við 1.sæti í einni af verðlauna afhendingu kvöldsins, en félagskapurinn i kringum Þýska Alpina-klúbbinn sem við erum aðilar af ... www.alpina-gemeindschaft.de var boðið af Bovensiepen fjölskyldunni [ALPINA]á lokað hóf (( 150 aðilar aðeins og fengu færri en vildu))
en eflaust hafði það að segja að við óskuðum strax eftir að fá að koma og einnig að fjarlægðin er jú töluverð, Allir meðlimir Alpina-Gemeinschaft hittust svo á föstudeginum,, sumir voru komnir á fimmtudeginum,, AUÐVITAÐ vorum við fyrst ,, en ekki hvað. gist var á hotel Arcadia Landsberg am Lech..
Milli 80 og 90 bílar mættu frá klúbbnum, og flóran alveg rosaleg!
Án vafa ein skemmtilegasta  Bíla-helgi  ever,,, þeas tengt bílum, en ekki RACE! 
Allar dyr voru opnaðar og fengum við að sjá allt sem ALPINA er að framleiða i dag og svo hvað var búið til á sínum tíma,,osfrv.. Verð að láta fylgja að ég spurði 2 eldri mekka hvað þeim fannst vera uppáhalds bílarnir þeirra í sögu ALPINA,, báðir sögðu það sama,, og er það einnig mitt álit
E36 B8  og E34 B10 BITURBO.
Að okkur fannst þá var svokallað concours du ALPINA það sem kom einna skemmtilegast á óvart
en um 170+ ALPINA bílar keyrðu ákveðinn rúnt um bæinn og nágrenni, og var greinilega skipulag og slíkt i sérflokki en nær ALLIR bæjarbúar voru úti á strætunum að samfagna,, takandi myndir osfrv
Ég ætla að leyfa mér að segja að ,, ALPINA nr plata,, Gulur bíll,, og Íslenski fáninn á nr. plötunni sló svo GJÖRSAMLEGA  í gegn hjá bæjarbúum,, þurftum Ítrekað að hægja verulega á okkur svo fólk gat tekið myndir ,, og heyrðum ansi oft... waaaaas  ein ALPINA von ...... Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  
Að rúntinum loknum ,, aðeins 15.min seinna er allir voru að sig klára fyrir aðal partýið,, þá skall á slíkt haglél og rigning, ásamt stormi sem átti engann sinn líkann,,, þetta var fáránlegt!!  ATH Anna Maria var krýnd blautbolsdrottningin i ,,,,unofficial keppni sem fór á milli gesta af KARLKYNI eingöngu !!
hehehehe... hún tók Íslendingin á þetta.. pósaði um berfætt rennblaut og gerði í því að þrýsta barminum út i loftið við ágætis undirtektir !!
Þarna voru  um 500 manns i veislunni um kvöldið sem Burkard Bovensiepen (Alpina sr) Andreas og Florian Bovensiepen synir hanns og starfsmenn  héldu fyrir okkur i Alpina Gemeindschaft og aðra gesti, frábær matur og sérlega skemmtileg skemmti-atriði en 2 dúddar spiluðu allskonar tónlist eingöngu af hljóðfærum búin til úr bíla og mótorvarahlutum,, BRILLIANT vel gert, og útrúlegt hvaða hljóð er hægt að búa til úr vatnshosu slöngum og kíttistúpum,,, geggjað hreint!
jæja þá var komið að verðlaununum .. en ég vissi að  JURY var um daginn a' velja flottasta bíllinn, en viti menn það voru 5 flokkar og ég vissi ekkert um slíkt!,, svo fyrsti flokkurinn var GLBETROTTER (( hvað er það eiginlega))  og allt i einu þegar 3 og 2 sætið var orðið ljóst þá kom mynd af Bílnum okkar og við innannborðs ,,, ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,og tillkynnt að;;;;;;;;;;;;;;;;

 Sveinbjörn og Anna Maria ,,,,, von ISLAND væru sigurvegarar i Globetrotter,, þetta var vægast sagt MJÖG óvænt að því að við vissum ekkert einu sinni hvað þetta var,, en svo sagði þulurinn að um ÖRUGGA sigurvegara væri að ræða,, ekki einu sinni goggle maps væri með leiðarvísi frá Íslandi til Buchloe,, svo ég í hálfgerðri geðshræringu og vægast sagt klökkur innbrjósts stóð upp og Anna Maria með og að fara upp á sviðið heilsa feðgunum 3 ,, Auðvitað þurfti Anna Maria að kyssa þann gamla,, þeas ALPINA sr,, svo hún gæti sagst hafa kysst orginal ALPINA.
Já ég ætla að segja og fullyrða að 2 mjög stoltir íslendingar stóðu á sviðinu og tóku við 4-5 kg álhlúnk CNC smíðað trophy, og ALPINA-wein kassi með 6 flöskum af úrvals víni.. sorry ég get vísst ekki smakkað það.Það sem okkur fannst svo einnig æðislegt var að allt Alpina-Gemeindschaft samfélagið gladdist svo innilega með okkur. 
Verðlaun voru einnig gefinn fyrir .. mest ekna bílinn.. en borðfélagi okkar fékk þau,, og ath,, sætisfélagi minn á hægri hönd var fyrrum eigandi 2 x 1.verðlaun á einu borði af 70 borðum.. MAGNAÐ,, svo var elsti bíllinn og  lengsti eiganda ferill og,, og  að lokum flottasti bíllinn !!!,, 
Þetta verður lengi i minnum haft svo um munar !!!!!!!!!!

Gruss gott,,, wir liebe ALPINA































26.06.2015 20:18

Föstudagur 26.júní 2015

Jæja komum í gær í þorpið þar sem 50 ára afmæli Alpina BMW klúbbsins er haldið ,fólk búið að vera streyma að víðsvegar frá Þýskalandi,Austurríki,Svíþjóð ,Noregi svo fátt eitt sé nefnt fólk trúir þvi ekki hvað við erum komin langt frá ,pínu pínlegt allir að heilsa okkur og verða að hitta fólkið frá Íslandi !!! Maður hefði kanski átt að mæta með álfahúfu og í gæru ha ha .... Skruppum í dag niður í þorpið að skoða mannlífið https://www.buchloe.de/ mjög krúttlegur bær og kirkjan leyndi á sér alveg gullfalleg ,Sveinbjörn hélt að hún væri lokuð ,tók í hurðina og viti menn opinn og svalt og gott að koma þar inn úr hitanum sem var 25,5 í forsælu í dag .

Ekki meira að sinni 
Risa knús og faðmlag 
AM

23.06.2015 19:11

Þriðjudagur 23 júní

Það er alveg yndislegt að dvelja hérna í Bayern héraði ,elska þetta svæði ,erum uppi í sveit umlukinn trjám og fjöllum. Fórum út að keyra og sá dádýr á beit sem og og rebba skokkandi í skógarjaðrinum. Svo má ekki gleyma fuglasönginum sem er alger dásemd.
Fórum í þorpið fyrir neðan kastalanna en ekki upp í þá að þessu sinni,er búin að skoða þá nokkrum sinnum í gegnum tíðina ,nutum þess í stað að sitja úti og horfa á mannlífið.
Knús og kossar
AM

23.06.2015 07:23

Schwangau

Heil og sæl öll sömul,, nú erum við lent í Bayern héraði,, að mati okkar Önnu Mariu fallegasta og einna mest áhugaverðasta staðar Þýskalands,, ,, fyrst og fremst eru það ,,Koenigsschloss,, eða Kóngakastalar Ludwig II  ,, Neuschwanstein.. Linderhof,, og Herrenchiemsee .. en allt er þetta i sérflokki,, held að Neuschwanstein kastalinn ,,, beri af öðrum köstulum veraldar, enda ástæða að Walt Disney notaði þann byggingarstíl sem þema i Mjallhvít.. allt er orginal i öllum 3 og er ásókn ferðamanna vægast sagt ævintýralega mikil,, heyrði að 10.000.000 manna kæmu i Neuschwanstein á ári
enda er búið að setja plexiglas fyrir nær allt sem hægt er að teygja hendur i ,,

við verðum hérna fram á fimmtudag, en þá flytjum við okkur um set og verðum á 50 ára afmæli ALPINA
frá föstudegi til sunnudags,, mikil tilhlökkun enda megin tilgangur ferðarinnar

sæl að sinni

13.06.2015 20:12

Gestabók

Hæ hæ,
Gaman væri ef þið gæfuð ykkur tíma til að kvitta 
í gestabókina ef þið eigið leið um síðuna .

knús knús 
Anna María

13.06.2015 19:08

Lent i Danmörku

Jæja öllsömul,, þá erum við lent i Danaveldi.
Hér um árið fengum við heimsókn seint um nótt af fulla Færeyingnum, en núna var skipið fullt af FULLUM Færeyingum,,,,, jahérna hvað hvað þeir gátu trallað og sungið. ekkert vesen en þetta fólk tók ,,,, feitt á því,,,,       alveg frá því að við yfirgáfum Færeyjar kl. 23.00 og svo voru þeir enn að kl 07.00 þarnæsta dag,,,  sæll,,  þetta kallast úthald, og ekkert bull eða leiðindi heldur stanslaust fjör og söngur
ALLT að gerast. Erum núna í Horsens og svo er það Þýskaland á Mánudag..  Nürburgring here we come !!!!!!!!!

11.06.2015 16:38

Á leiðinni

Heil og sæl öllsömul....

Erum stödd i Tórshavn Föroyar,  Það var rigning og þoka ALLA  leið frá Seyðisfirði, en hér er þó allt grænt og hlýrra en á Seyðisfirði, reyndar var rigning alla leið úr borginni til Hólsfjalla, og einnig niðadimm þoka á Möðrudals öræfunum,,,, varla stingandi strá og allt frekar óbyggðarlegt!, Næsta stopp er Hirthals i DK, en það er eflaust einn mest óspennandi staður sem til er í Danaríki, fyrir opnu hafi og lítt elegant, en þarna leggst Norröna að bryggju og eru ódýr hafnargjöld víst aðal ástæðan,
Jæja, látum heyra í okkur eflaust frá Horsens, þangað til ,,, 10-4 over and out

SvH + A

11.06.2015 15:31

Færeyjar

þá erum við lent i Færeyjum buið að vera litið um net spurning að kaupa slikt um borð . Það var tveggja tima seinkun á Seyðisfirði og siðan mjög slæmt i sjóinn ti Færeyja en eg svaf eins og engill flott að láta rugga sér i svefn   

22.04.2012 20:39

Gestabókin.

Kæru gestir ,

Væri mjög þakklát ef að þið kvittuðu í gestabókina,þegar þið kíkið í heimsókn.emoticon

Knús og kram.
AM

22.04.2012 00:14

Bíltúr til Akraness

Vöknuðum eldsnemma og brunuðum út úr bænum ,stefnan tekinn á Akranes ,langisandur gengin þver og endilangur ,alveg yndislegt ,fylltist af orku við þennan göngutúr,elska að heyra sjávarniðinn. Hittum kisu sem ákvað að rölta með okkur :-)) 

AM

07.04.2012 22:41

Max

Komnar fleiri myndir en á eftir að skrifa við þær . Geri það í rólegheitunum við tækifæri.

Kv
AM
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 147774
Samtals gestir: 24971
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:04:52