25.07.2015 10:02

Day @ ASCARI RACERESORT

Jæja,,, áfram skal haldið.

Undirritaður fékk mjög veglega 50. ára afmælisgjöf frá einstöku öðlings fólki er hefur sýnt okkur Önnu Maríu mikla velvild í gegnum tíðina.
Það var tilgangur ferðarinnar til Spánar, en við áttum dag þann 11.07.2015,
Með okkur i för voru Ólafur Jósúa Baldursson  (( Óli Koenigsegg)) og kona hans Ramona Balaciu.
Við mæltum okkur mót á vegahóteli milli Ronda og Ascari... gistum þar i 6 nætur.. frábær staður, geggjuð sundlaug, og 248? er bara grín,, morgunnmaturinn var kannski ekki sá flottasti,, nóg af góðu kaffi, og einskonar flute með fersku tómat pure,,, sem var gasalega gott!,
En þá er það racing day!!!!!!!!!, við vorum mætt þarna á slaginu 10, og gengum eins og venjulega i gegnum pappíra,, smá instruction og svo var það bara út að keyra,, fyrst i Lotus Elise,, svo Radical SR3,,
Óhætt er að segja að SR3 bíllinn var vægast sagt ekki i besta forminu.. víbraði allur er hann kom upp í hraða og undir lokin var hrein og bein undirstýring,Það var eiginlega klúður að hafa ekki kvartað strax,, og fengið annann bíl, GÍFURLEGA heitt var þennann dag 38°c og er allt á versta veg þegar svoleiðis er... Óli var án vafa maður dagsin keyrði fanta vel,, en ekki það sama verður sagt um mig,, keyrði  hreinlega illa,, osfrv.
mjög fáir voru að keyra , sem var ágætt,,
Óli kom með frasa dagsins   ÖRMAGNA af gleði, enda var maður hálfdasaður i hitanum,,
við fórum yfir myndböndin, og var ég hálf svekktur þegar ég sá hversu illa ég hafði ekið,,
en þetta var frábær dagur , og allur voru mettir eins og einn sem ég þekki orðaði það einhvern tímann þarna !!!!!!

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 106696
Samtals gestir: 24809
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 21:34:08