26.06.2015 20:18

Föstudagur 26.júní 2015

Jæja komum í gær í þorpið þar sem 50 ára afmæli Alpina BMW klúbbsins er haldið ,fólk búið að vera streyma að víðsvegar frá Þýskalandi,Austurríki,Svíþjóð ,Noregi svo fátt eitt sé nefnt fólk trúir þvi ekki hvað við erum komin langt frá ,pínu pínlegt allir að heilsa okkur og verða að hitta fólkið frá Íslandi !!! Maður hefði kanski átt að mæta með álfahúfu og í gæru ha ha .... Skruppum í dag niður í þorpið að skoða mannlífið https://www.buchloe.de/ mjög krúttlegur bær og kirkjan leyndi á sér alveg gullfalleg ,Sveinbjörn hélt að hún væri lokuð ,tók í hurðina og viti menn opinn og svalt og gott að koma þar inn úr hitanum sem var 25,5 í forsælu í dag .

Ekki meira að sinni 
Risa knús og faðmlag 
AM
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 106696
Samtals gestir: 24809
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 21:34:08