Færslur: 2007 Júlí

30.07.2007 16:03

Fuglar

Jæja er búin að vera setja inn myndir af þeim fuglategundum sem ég er með , en ég er með 7 bengalfinkur,2 Afrískar eldfínkur,2 hvíthöfða nunnur ,3 kanarý fugla og 2 Bourkes. Á næstu dögum er stefnan að bæta við fleiri myndum af fuglunum mínum. Stundum erfitt að mynda þá þar sem þeir eru mikið á ferðinni.

AM

30.07.2007 11:05

Bourke`s Parrot

Var að setja inn myndir af nýju heimilismeðlimunum og hér kemur smá lýsing á tegundinni:

Lýsing:
Enni og smárákir yfir augun bláar; nef- og augnsvæði og fremri hluti kinna hvítleitur; kinnar og háls annars daufbleikur, hver fjöður með brúnni brún; bringufjaðrir brúnleitar með breiðri bleikri brún; kviður bleikur; höfuð, bak og vængblöðkur olivíubrúnar með fölri brún; neðra bak og efri hluti miðstélblaðka svarbrúnar; lendar og undirstélsblöðkur fölbláar; undirhlið stéls daufhvít; efri hlið miðstélsfjaðra svarbrúnar, daufblá á ytri fjöðrunum; hvítur litur á undirvæng daufur eða vantar; goggur svartleitur; augu dökkbrún; fætur dökkbrúnir.

Óþroskaður fuglar daufari og án bláa ennisbandsins; hvíta vængbandið vantar iðulega á karlfuglum en meira áberandi í kvenfuglinum; neðri goggur gulleitari í mjög ungum fuglum; fá fullorðinsfjaðrir við 8 mánaða aldur.

Lengd: 19 cm.

Lífslíkur: 30-35 ár.

Um kynin: Kvenfugl eins og karlfugl nema almennt daufari litir, einkum blái ennisliturinn; bleika brúnin á bringufjöðrum mjórri; hvíta vængbandið til staðar.

Uppruni: Þurr og hálfþurr svæði í suður- og miðhluta Ástralíu.

Um fuglinn: Hljóðlátur fugl sem er mest virkur snemma morguns og síðla kvölds. Þægilegur og fallegur fugl. Nagar lítið sem ekkert. Friðsamur og getur verið í búri með öðrum smáfuglum. Viðkvæmur fyrir fyrir kulda og dampi. Gott að ormahreinsa einu sinni til tvisvar á ári vegna þess að þeir eru mikið á jörðinni.

Hávaðasemi: Hljóðlátur fugl.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES I. Nokkuð algengur núna en honum var nánast útrýmt á fimmta áratug 20.aldar. Verndaður í Ástralíu.
  • 1
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 138744
Samtals gestir: 23092
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:50:27