Færslur: 2015 Júní

30.06.2015 17:24

ALPINA 50 anniversary

Jæja,,,,,,,,,, hvað er að frétta.  Af okkur er allt SUPER að frétta.
Það er svoooooooo, gott og gaman að frétta að ég verð að deila ánægjunni, I eins stuttu máli og hægt er þá unnum við 1.sæti í einni af verðlauna afhendingu kvöldsins, en félagskapurinn i kringum Þýska Alpina-klúbbinn sem við erum aðilar af ... www.alpina-gemeindschaft.de var boðið af Bovensiepen fjölskyldunni [ALPINA]á lokað hóf (( 150 aðilar aðeins og fengu færri en vildu))
en eflaust hafði það að segja að við óskuðum strax eftir að fá að koma og einnig að fjarlægðin er jú töluverð, Allir meðlimir Alpina-Gemeinschaft hittust svo á föstudeginum,, sumir voru komnir á fimmtudeginum,, AUÐVITAÐ vorum við fyrst ,, en ekki hvað. gist var á hotel Arcadia Landsberg am Lech..
Milli 80 og 90 bílar mættu frá klúbbnum, og flóran alveg rosaleg!
Án vafa ein skemmtilegasta  Bíla-helgi  ever,,, þeas tengt bílum, en ekki RACE! 
Allar dyr voru opnaðar og fengum við að sjá allt sem ALPINA er að framleiða i dag og svo hvað var búið til á sínum tíma,,osfrv.. Verð að láta fylgja að ég spurði 2 eldri mekka hvað þeim fannst vera uppáhalds bílarnir þeirra í sögu ALPINA,, báðir sögðu það sama,, og er það einnig mitt álit
E36 B8  og E34 B10 BITURBO.
Að okkur fannst þá var svokallað concours du ALPINA það sem kom einna skemmtilegast á óvart
en um 170+ ALPINA bílar keyrðu ákveðinn rúnt um bæinn og nágrenni, og var greinilega skipulag og slíkt i sérflokki en nær ALLIR bæjarbúar voru úti á strætunum að samfagna,, takandi myndir osfrv
Ég ætla að leyfa mér að segja að ,, ALPINA nr plata,, Gulur bíll,, og Íslenski fáninn á nr. plötunni sló svo GJÖRSAMLEGA  í gegn hjá bæjarbúum,, þurftum Ítrekað að hægja verulega á okkur svo fólk gat tekið myndir ,, og heyrðum ansi oft... waaaaas  ein ALPINA von ...... Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  
Að rúntinum loknum ,, aðeins 15.min seinna er allir voru að sig klára fyrir aðal partýið,, þá skall á slíkt haglél og rigning, ásamt stormi sem átti engann sinn líkann,,, þetta var fáránlegt!!  ATH Anna Maria var krýnd blautbolsdrottningin i ,,,,unofficial keppni sem fór á milli gesta af KARLKYNI eingöngu !!
hehehehe... hún tók Íslendingin á þetta.. pósaði um berfætt rennblaut og gerði í því að þrýsta barminum út i loftið við ágætis undirtektir !!
Þarna voru  um 500 manns i veislunni um kvöldið sem Burkard Bovensiepen (Alpina sr) Andreas og Florian Bovensiepen synir hanns og starfsmenn  héldu fyrir okkur i Alpina Gemeindschaft og aðra gesti, frábær matur og sérlega skemmtileg skemmti-atriði en 2 dúddar spiluðu allskonar tónlist eingöngu af hljóðfærum búin til úr bíla og mótorvarahlutum,, BRILLIANT vel gert, og útrúlegt hvaða hljóð er hægt að búa til úr vatnshosu slöngum og kíttistúpum,,, geggjað hreint!
jæja þá var komið að verðlaununum .. en ég vissi að  JURY var um daginn a' velja flottasta bíllinn, en viti menn það voru 5 flokkar og ég vissi ekkert um slíkt!,, svo fyrsti flokkurinn var GLBETROTTER (( hvað er það eiginlega))  og allt i einu þegar 3 og 2 sætið var orðið ljóst þá kom mynd af Bílnum okkar og við innannborðs ,,, ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,og tillkynnt að;;;;;;;;;;;;;;;;

 Sveinbjörn og Anna Maria ,,,,, von ISLAND væru sigurvegarar i Globetrotter,, þetta var vægast sagt MJÖG óvænt að því að við vissum ekkert einu sinni hvað þetta var,, en svo sagði þulurinn að um ÖRUGGA sigurvegara væri að ræða,, ekki einu sinni goggle maps væri með leiðarvísi frá Íslandi til Buchloe,, svo ég í hálfgerðri geðshræringu og vægast sagt klökkur innbrjósts stóð upp og Anna Maria með og að fara upp á sviðið heilsa feðgunum 3 ,, Auðvitað þurfti Anna Maria að kyssa þann gamla,, þeas ALPINA sr,, svo hún gæti sagst hafa kysst orginal ALPINA.
Já ég ætla að segja og fullyrða að 2 mjög stoltir íslendingar stóðu á sviðinu og tóku við 4-5 kg álhlúnk CNC smíðað trophy, og ALPINA-wein kassi með 6 flöskum af úrvals víni.. sorry ég get vísst ekki smakkað það.Það sem okkur fannst svo einnig æðislegt var að allt Alpina-Gemeindschaft samfélagið gladdist svo innilega með okkur. 
Verðlaun voru einnig gefinn fyrir .. mest ekna bílinn.. en borðfélagi okkar fékk þau,, og ath,, sætisfélagi minn á hægri hönd var fyrrum eigandi 2 x 1.verðlaun á einu borði af 70 borðum.. MAGNAÐ,, svo var elsti bíllinn og  lengsti eiganda ferill og,, og  að lokum flottasti bíllinn !!!,, 
Þetta verður lengi i minnum haft svo um munar !!!!!!!!!!

Gruss gott,,, wir liebe ALPINA































26.06.2015 20:18

Föstudagur 26.júní 2015

Jæja komum í gær í þorpið þar sem 50 ára afmæli Alpina BMW klúbbsins er haldið ,fólk búið að vera streyma að víðsvegar frá Þýskalandi,Austurríki,Svíþjóð ,Noregi svo fátt eitt sé nefnt fólk trúir þvi ekki hvað við erum komin langt frá ,pínu pínlegt allir að heilsa okkur og verða að hitta fólkið frá Íslandi !!! Maður hefði kanski átt að mæta með álfahúfu og í gæru ha ha .... Skruppum í dag niður í þorpið að skoða mannlífið https://www.buchloe.de/ mjög krúttlegur bær og kirkjan leyndi á sér alveg gullfalleg ,Sveinbjörn hélt að hún væri lokuð ,tók í hurðina og viti menn opinn og svalt og gott að koma þar inn úr hitanum sem var 25,5 í forsælu í dag .

Ekki meira að sinni 
Risa knús og faðmlag 
AM

23.06.2015 19:11

Þriðjudagur 23 júní

Það er alveg yndislegt að dvelja hérna í Bayern héraði ,elska þetta svæði ,erum uppi í sveit umlukinn trjám og fjöllum. Fórum út að keyra og sá dádýr á beit sem og og rebba skokkandi í skógarjaðrinum. Svo má ekki gleyma fuglasönginum sem er alger dásemd.
Fórum í þorpið fyrir neðan kastalanna en ekki upp í þá að þessu sinni,er búin að skoða þá nokkrum sinnum í gegnum tíðina ,nutum þess í stað að sitja úti og horfa á mannlífið.
Knús og kossar
AM

23.06.2015 07:23

Schwangau

Heil og sæl öll sömul,, nú erum við lent í Bayern héraði,, að mati okkar Önnu Mariu fallegasta og einna mest áhugaverðasta staðar Þýskalands,, ,, fyrst og fremst eru það ,,Koenigsschloss,, eða Kóngakastalar Ludwig II  ,, Neuschwanstein.. Linderhof,, og Herrenchiemsee .. en allt er þetta i sérflokki,, held að Neuschwanstein kastalinn ,,, beri af öðrum köstulum veraldar, enda ástæða að Walt Disney notaði þann byggingarstíl sem þema i Mjallhvít.. allt er orginal i öllum 3 og er ásókn ferðamanna vægast sagt ævintýralega mikil,, heyrði að 10.000.000 manna kæmu i Neuschwanstein á ári
enda er búið að setja plexiglas fyrir nær allt sem hægt er að teygja hendur i ,,

við verðum hérna fram á fimmtudag, en þá flytjum við okkur um set og verðum á 50 ára afmæli ALPINA
frá föstudegi til sunnudags,, mikil tilhlökkun enda megin tilgangur ferðarinnar

sæl að sinni

13.06.2015 20:12

Gestabók

Hæ hæ,
Gaman væri ef þið gæfuð ykkur tíma til að kvitta 
í gestabókina ef þið eigið leið um síðuna .

knús knús 
Anna María

13.06.2015 19:08

Lent i Danmörku

Jæja öllsömul,, þá erum við lent i Danaveldi.
Hér um árið fengum við heimsókn seint um nótt af fulla Færeyingnum, en núna var skipið fullt af FULLUM Færeyingum,,,,, jahérna hvað hvað þeir gátu trallað og sungið. ekkert vesen en þetta fólk tók ,,,, feitt á því,,,,       alveg frá því að við yfirgáfum Færeyjar kl. 23.00 og svo voru þeir enn að kl 07.00 þarnæsta dag,,,  sæll,,  þetta kallast úthald, og ekkert bull eða leiðindi heldur stanslaust fjör og söngur
ALLT að gerast. Erum núna í Horsens og svo er það Þýskaland á Mánudag..  Nürburgring here we come !!!!!!!!!

11.06.2015 16:38

Á leiðinni

Heil og sæl öllsömul....

Erum stödd i Tórshavn Föroyar,  Það var rigning og þoka ALLA  leið frá Seyðisfirði, en hér er þó allt grænt og hlýrra en á Seyðisfirði, reyndar var rigning alla leið úr borginni til Hólsfjalla, og einnig niðadimm þoka á Möðrudals öræfunum,,,, varla stingandi strá og allt frekar óbyggðarlegt!, Næsta stopp er Hirthals i DK, en það er eflaust einn mest óspennandi staður sem til er í Danaríki, fyrir opnu hafi og lítt elegant, en þarna leggst Norröna að bryggju og eru ódýr hafnargjöld víst aðal ástæðan,
Jæja, látum heyra í okkur eflaust frá Horsens, þangað til ,,, 10-4 over and out

SvH + A

11.06.2015 15:31

Færeyjar

þá erum við lent i Færeyjum buið að vera litið um net spurning að kaupa slikt um borð . Það var tveggja tima seinkun á Seyðisfirði og siðan mjög slæmt i sjóinn ti Færeyja en eg svaf eins og engill flott að láta rugga sér i svefn   
  • 1
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 138744
Samtals gestir: 23092
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:50:27