Færslur: 2015 Júlí

25.07.2015 10:02

Day @ ASCARI RACERESORT

Jæja,,, áfram skal haldið.

Undirritaður fékk mjög veglega 50. ára afmælisgjöf frá einstöku öðlings fólki er hefur sýnt okkur Önnu Maríu mikla velvild í gegnum tíðina.
Það var tilgangur ferðarinnar til Spánar, en við áttum dag þann 11.07.2015,
Með okkur i för voru Ólafur Jósúa Baldursson  (( Óli Koenigsegg)) og kona hans Ramona Balaciu.
Við mæltum okkur mót á vegahóteli milli Ronda og Ascari... gistum þar i 6 nætur.. frábær staður, geggjuð sundlaug, og 248? er bara grín,, morgunnmaturinn var kannski ekki sá flottasti,, nóg af góðu kaffi, og einskonar flute með fersku tómat pure,,, sem var gasalega gott!,
En þá er það racing day!!!!!!!!!, við vorum mætt þarna á slaginu 10, og gengum eins og venjulega i gegnum pappíra,, smá instruction og svo var það bara út að keyra,, fyrst i Lotus Elise,, svo Radical SR3,,
Óhætt er að segja að SR3 bíllinn var vægast sagt ekki i besta forminu.. víbraði allur er hann kom upp í hraða og undir lokin var hrein og bein undirstýring,Það var eiginlega klúður að hafa ekki kvartað strax,, og fengið annann bíl, GÍFURLEGA heitt var þennann dag 38°c og er allt á versta veg þegar svoleiðis er... Óli var án vafa maður dagsin keyrði fanta vel,, en ekki það sama verður sagt um mig,, keyrði  hreinlega illa,, osfrv.
mjög fáir voru að keyra , sem var ágætt,,
Óli kom með frasa dagsins   ÖRMAGNA af gleði, enda var maður hálfdasaður i hitanum,,
við fórum yfir myndböndin, og var ég hálf svekktur þegar ég sá hversu illa ég hafði ekið,,
en þetta var frábær dagur , og allur voru mettir eins og einn sem ég þekki orðaði það einhvern tímann þarna !!!!!!

25.07.2015 09:34

Marokkó

Jæja,,, erum búinn að vera hálf sambandslaus , varðandi internet, en nú kemur smá gumsa,

MAROKKÓ,,,,,,,,,,,
Hafi einhver,, og þá sérstaklega,ÉG, talið Þýskaland vera heimsmeistari í paragraph, þá var ég illilega sleginn út af laginu um daginn !!!!!
Spánn og sérstaklega Marokkó er klárlega í sérflokki, ÝKJULAUST þá tel ég að við höfum sýnt pappíra og vegabréf ca 25-30 sinnum sama daginn þegar við fórum frá Algeciras til Tangier .
ÆVINTÝRALEGT eftirlit og þvílíkt drama og vesen, vorum á bílaleigubíl, og hefði Ramona,, kona Óla Koenigsegg ekki verið með,, en hún er ansi slarkfær i spænsku og semi i frönsku, þá værum við eflaust í fangelsi í Marokkó eða Spáni,,, sérstaklega vil ég hallmæla tollvörðunum þegar við komum til Marokkó,,,  en nóg um það ,, við fórum sannarlega út i villta veskið,, ef svo má orða,, ekkert nema mútur og betl sunnann við Gíbraltar ,, klukkan -2 tímar vs central EU og Ramadan í þokkabót,, við fengum ekkert að borða allann daginn, ALLS STAÐAR LOKAÐ !!  og að rölta um gamla miðbæinn var eins og að fara 200 ár aftur í tímann. Mikil fátækt.. virkilega skítugt, slatti betl, og allt eitthvað ekki eins
og við erum vön, strætin voru svo þröng að maður þurfti að beita LAGNI við að aka þarna.
Eftir mikið rölt ,, og við orðinn glorhungruð. fundum við 5 stjörnu hótel sem gat boðið mat eftir kl 13.00 að staðartíma,,  Maturinn var afbragðs góður ..og við sátt,, svo var haldið að stað til baka ,, og var ákveðið að taka Highway,, tollroad og þar kom heldur betur á óvart að þar er ALLT saman nýtt og í sérflokki, Við vorum varla lent í höfninni fyrr en mútur osfrv þurfti til að koma okkur áfram. Eiturlyfja eftirlit með meiru,, ((( sem er svosem stórfínt )) við fórum með bílinn i svona skanna þar sem trukkur ók með einhverjum skynjara og 2 bílar i röð,, voru gegnulýstir,,, ALLT Í STANDI !,, en ég sá í fréttunum 2 dögum seinna að 161 kg af cocaina,,, voru tekin i höfninni i Algeciras, enda er lögreglu eftirlitið RUGL mikið þarna, þetta gekk töluvert betra að komast um borð, frá Marokkó en að komast til landsins,, og var Lögreglan virkilega almennileg þegar þeir sáu að við vorum frá Íslandi,,
við grenjuðum úr hlátri þegar einn var að reyna að bera fram nafnið mitt...........
SCHWEIN HORN............
Það er á hreinu að Marokkó er ekki fyrsti valkostur í næstu utanlandsferð,, en gaman að geta hafa sagt ,, að ég hef komið þarna,04.07.2015 17:30

Hiti @ Nürburgring ofl

Heil og sæl öllsömul,,, við erum að hreinlega  alveg á limminnu varðandi hitann hérna..Ég er alveg að fíla þetta í tætlur ,ekki alveg hægt að segja það sama umSveinbjörn,skriður inn í alla skugga sem hægt er að finna.meðalhiti þessa viku í forsælu 33 gráður í forsælu.
Vorum vöknuð eldsnemma í morgun VLN kappasktur á F1 brautinni,fórum að horfa á tímatökuna og síðan keppnina tók pínu á í öllum þessu hita og við vorum bara áhorfendur,gaman að fá að vera í pittinum og fá bensínlyktina ,háfaðan og lætinn beint í æð.
Síðan var síesta og erum núna að borða kl orðin 21.15 og enn 29 gráður .
'A morgun kl 06.30 verður brunað til Dusseldorf að hitta vin okkar og eyða deginum þar ,spáð smá rigningu sem er bara næs eftir allan þennan hita síðustu daga.
Knús og kram 
AM og Sv.H

  • 1
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 194428
Samtals gestir: 48570
Tölur uppfærðar: 12.6.2021 14:25:02